Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 19:02 Benedikt Jóhannesson segir málefni flokksins ofar öllu. Vísir/Eyþór „Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04