Þörf á pólitískri leikgreiningu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 07:00 Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið. Mér finnst skemmtilegt þegar sérfræðingarnir lofa einn og lasta annan og reyna að útskýra fyrir mér af hverju annað liðið tapaði og hitt vann. Þetta er samt bara skemmtun og er í raun engin þörf á því þar sem úrslitum leiksins verður ekki breytt. Svona leikgreiningu finnst mér þó vanta í íslenska pólitík og þar finnst mér vera þörf á henni, fyrir utan að þetta er bara gott sjónvarp eða útvarp. Auðvitað er Kaninn búinn að vera með greiningu á til dæmis kappræðum forsetaefna til margra ára þar sem hver einasta setning er greind í öreindir og farið yfir hvort frambjóðendur séu að bulla eða standa við sín gildi. Ef við tökum til dæmis kappræður RÚV á dögunum fyrir, þá vantaði svo sannarlega greiningu eftir þær. Þarna voru tólf frambjóðendur að reyna að segja sem minnst eða bara það sem hentaði þeim. Þeir þurftu að koma miklu að á skömmum tíma. Eftir þetta hefði verið kjörið að vera með pólitíska leikgreiningu á RÚV 2 þar sem sérfræðingar í pólitík færu yfir frammistöðu frambjóðenda og útskýrðu fyrir kjósendum hvort það sem þeir væru að segja hreinlega stæðist. Það er auðvelt að tala bara og tala þegar enginn gagnrýnir þig nema mótherjinn. Þannig gagnrýni skilar engu en leikgreiningin gæti hjálpað fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið. Mér finnst skemmtilegt þegar sérfræðingarnir lofa einn og lasta annan og reyna að útskýra fyrir mér af hverju annað liðið tapaði og hitt vann. Þetta er samt bara skemmtun og er í raun engin þörf á því þar sem úrslitum leiksins verður ekki breytt. Svona leikgreiningu finnst mér þó vanta í íslenska pólitík og þar finnst mér vera þörf á henni, fyrir utan að þetta er bara gott sjónvarp eða útvarp. Auðvitað er Kaninn búinn að vera með greiningu á til dæmis kappræðum forsetaefna til margra ára þar sem hver einasta setning er greind í öreindir og farið yfir hvort frambjóðendur séu að bulla eða standa við sín gildi. Ef við tökum til dæmis kappræður RÚV á dögunum fyrir, þá vantaði svo sannarlega greiningu eftir þær. Þarna voru tólf frambjóðendur að reyna að segja sem minnst eða bara það sem hentaði þeim. Þeir þurftu að koma miklu að á skömmum tíma. Eftir þetta hefði verið kjörið að vera með pólitíska leikgreiningu á RÚV 2 þar sem sérfræðingar í pólitík færu yfir frammistöðu frambjóðenda og útskýrðu fyrir kjósendum hvort það sem þeir væru að segja hreinlega stæðist. Það er auðvelt að tala bara og tala þegar enginn gagnrýnir þig nema mótherjinn. Þannig gagnrýni skilar engu en leikgreiningin gæti hjálpað fólkinu í landinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun