Fjölskyldan er hjartað Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun