Alþingi þarf að endurspegla þjóðina Ellert B. Schram skrifar 10. október 2017 07:00 Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun