Gagnsæi gegn tortryggni Benedikt Jóhannesson skrifar 10. október 2017 07:00 Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar