Segir fjölgun flokka hafa talsverð áhrif á störf þingsins Ingvar Þór Björnsson skrifar 29. október 2017 18:06 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf. Kosningar 2017 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf.
Kosningar 2017 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira