Verstu, næstverstu og þriðju verstu úrslitin öll á vakt Bjarna Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 16:17 Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Vísir/Anton Brink Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira