Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2017 02:15 Sigmundur Davíð á kosningavökunni fyrr í kvöld. vísir/anton brink Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. Hann sagði við gesti á kosningavökunni að þau væru saman í því að móta Íslandssöguna. Þá sagði Sigmundur Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, vera bandamann Miðflokksins. „Við erum stjórnmálaafl, ekki bara flokkur, heldur afl, hreyfing og erum nú þegar byrjuð að leggja línurnar í stjórnmálalífinu á Íslandi. Við erum byrjuð að hafa áhrif og þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif við munum hafa í framhaldinu,“ sagði Sigmundur. Hann sagði helstu keppinauta flokksins í kosningum hafa verið Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og svo auðvitað Framsóknarflokkinn. „Hvað sjáum við svo í kvöld? Við sjáum viðsnúning á einum sólarhring. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að verja sína stöðu og vinna varnarsigur. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur. Ræðu Sigmundar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar Fylgjast með gangi mála á Hótel Loftleiðum. 28. október 2017 22:42 Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. Hann sagði við gesti á kosningavökunni að þau væru saman í því að móta Íslandssöguna. Þá sagði Sigmundur Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, vera bandamann Miðflokksins. „Við erum stjórnmálaafl, ekki bara flokkur, heldur afl, hreyfing og erum nú þegar byrjuð að leggja línurnar í stjórnmálalífinu á Íslandi. Við erum byrjuð að hafa áhrif og þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif við munum hafa í framhaldinu,“ sagði Sigmundur. Hann sagði helstu keppinauta flokksins í kosningum hafa verið Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og svo auðvitað Framsóknarflokkinn. „Hvað sjáum við svo í kvöld? Við sjáum viðsnúning á einum sólarhring. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að verja sína stöðu og vinna varnarsigur. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur. Ræðu Sigmundar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar Fylgjast með gangi mála á Hótel Loftleiðum. 28. október 2017 22:42 Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar Fylgjast með gangi mála á Hótel Loftleiðum. 28. október 2017 22:42
Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30