Unnur Brá vonar að fólk beri gæfu til að vinna saman Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 02:01 Unnur Brá Konráðsdóttir, vísir/eyþór Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn. Kosningar 2017 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn.
Kosningar 2017 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira