Íraksher og Kúrdar semja um vopnahlé Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 13:24 Átök hafa staðið milli Írakshers og Peshmerga-sveita Kúrda í norðurhluta Íraks að undanförnu. Vísir/AFP Fulltrúar stjórnarhers Íraka og Peshmerga-sveita Kúrda náðu í dag samkomulagi um vopnahlé, en átök hafa staðið milli þeirra í norðurhluta Íraks að undanförnu.Reuters hefur þetta eftir talsmanni Bandaríkjahers. Sveitir Írakshers og bandamann sóttu í síðustu viku óvænt inn á landsvæði í Norður-Írak sem Kúrdar höfðu að stórum hluta á sínu valdi. Var það gert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í september um hvort Kúrdar ættu að lýsa yfir sjálfstæði. Með sókninni vildi Íraksstjórn aftur ná valdi á landsvæðum sem bæði Íraksstjórn og Kúrdar hafa gert tilkall til, auk landamærastöðva og olíuauðlinda. Íraksher náði aftur borginni Kirkuk án mikillar mótspyrnu Kúrda þann 16. október síðastliðinn, en Peshmergasveitirnar tóku að veita meiri mótspyrnu eftir því sem Írakar sóttu nær Erbil, helsta vígis Kúrda.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06 Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Fulltrúar stjórnarhers Íraka og Peshmerga-sveita Kúrda náðu í dag samkomulagi um vopnahlé, en átök hafa staðið milli þeirra í norðurhluta Íraks að undanförnu.Reuters hefur þetta eftir talsmanni Bandaríkjahers. Sveitir Írakshers og bandamann sóttu í síðustu viku óvænt inn á landsvæði í Norður-Írak sem Kúrdar höfðu að stórum hluta á sínu valdi. Var það gert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í september um hvort Kúrdar ættu að lýsa yfir sjálfstæði. Með sókninni vildi Íraksstjórn aftur ná valdi á landsvæðum sem bæði Íraksstjórn og Kúrdar hafa gert tilkall til, auk landamærastöðva og olíuauðlinda. Íraksher náði aftur borginni Kirkuk án mikillar mótspyrnu Kúrda þann 16. október síðastliðinn, en Peshmergasveitirnar tóku að veita meiri mótspyrnu eftir því sem Írakar sóttu nær Erbil, helsta vígis Kúrda.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06 Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06
Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48