7 ráðleggingar til verðandi þingmanna Kjartan Þór Ragnarsson skrifar 27. október 2017 11:00 Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun