Kjarkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun