Eru ellilífeyrisþegar og öryrkjar annars flokks fólk? Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 11:30 Nú er mér aftur nóg boðið. Alþingismenn og ráðherrar fengu hækkun á launum frá rúmlega þrjú hundruð þúsund til um það bil fimm hundruð þúsund krónur á mánuði eftir seinustu kosningar, en hvorki ellilífeyrisþegar né öryrkjar. Eins og Inga Sæland í Flokki fólksins segir stundum: „Þegar ég hætti að vera öryrki og verð eldri borgari þá hlýt ég að verða heil heilsu, en það væri gott að verða heilbrigður eldri borgari, mikið væri ég fegin ef mér myndi batna þá, en það hefur ekki gerst ennþá.“ En nú er þessi stjórn fallin frá og kannski ekki skrítið, hún var ekki stjórn fólksins í landinu samanber hvernig hún fór með bændur landsins. Eru bændur, þar á meðal sauðfjárbændur, ekki ein af undirstöðum atvinnu á landinu okkar? Smá dæmi: Við vorum stödd í versluninni og veitingastaðnum Baulu í Borgarfirðinum og hittum bónda sem sagði okkur að hann væri einn af fjárbændum sem verður að hætta vegna núverandi samninga. Hann sagði okkur að hann fengi rúmar 300 kr. fyrir kg af lambakjötinu. Við fólkið í landinu erum að kaupa lambakjötið á 2000 - 4000 kr. kg út úr búð. Hvað verður um mismuninn? Ég vildi gjarnan kaupa skrokkinn á 300 kr. eða jafnvel meira, beint frá bónda. Eru þeir með næstum því sama kaup og öryrkjar ef allt er tekið af í umönnun og fæði? Í sjónvarpinu, nánar tiltekið Víglinunni þann 7.okt. síðastliðinn, var stjórnandinn að tala við Katrínu, formann vinstri græna. Þar kom fram að lægstu launin væru 169.000 kr. á mánuði. Bjarni forsetisráðherra slapp fyrir horn með sínar 50 millur fyrir hrun meðan aðrir misstu allt sitt, það munar ekki um það, en afhverju fær þessi maður að halda áfram í pólitík þegar fjármálasaga hans er svona en Sigmundur Davíð var látinn fara. Sumt fólk í landinu eru með 1 til 2 miljónir pr. mán. meðan aðrir eru með rúmlega 100 þúsund kr. í laun á mánuði. Er þetta sanngjarnt? Nú er stutt í næstu alþingiskostningar og flestir flokkar lofa öllu góðu um að bæta kjör aldraðra og öryrkja. En stenst það, já ef vinstri flokkar eða miðju flokkar komast að. Það er okkar að kjósa þessa flokka, við fólkið í landinu. Kjósum Flokk fólksins. Þá ná kannski aldraðir og öryrkjar endum saman þegar þeir eru búnir að borga reikninga. Þeir sem lifa kannski á 35.000 kr. út mán.Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú er mér aftur nóg boðið. Alþingismenn og ráðherrar fengu hækkun á launum frá rúmlega þrjú hundruð þúsund til um það bil fimm hundruð þúsund krónur á mánuði eftir seinustu kosningar, en hvorki ellilífeyrisþegar né öryrkjar. Eins og Inga Sæland í Flokki fólksins segir stundum: „Þegar ég hætti að vera öryrki og verð eldri borgari þá hlýt ég að verða heil heilsu, en það væri gott að verða heilbrigður eldri borgari, mikið væri ég fegin ef mér myndi batna þá, en það hefur ekki gerst ennþá.“ En nú er þessi stjórn fallin frá og kannski ekki skrítið, hún var ekki stjórn fólksins í landinu samanber hvernig hún fór með bændur landsins. Eru bændur, þar á meðal sauðfjárbændur, ekki ein af undirstöðum atvinnu á landinu okkar? Smá dæmi: Við vorum stödd í versluninni og veitingastaðnum Baulu í Borgarfirðinum og hittum bónda sem sagði okkur að hann væri einn af fjárbændum sem verður að hætta vegna núverandi samninga. Hann sagði okkur að hann fengi rúmar 300 kr. fyrir kg af lambakjötinu. Við fólkið í landinu erum að kaupa lambakjötið á 2000 - 4000 kr. kg út úr búð. Hvað verður um mismuninn? Ég vildi gjarnan kaupa skrokkinn á 300 kr. eða jafnvel meira, beint frá bónda. Eru þeir með næstum því sama kaup og öryrkjar ef allt er tekið af í umönnun og fæði? Í sjónvarpinu, nánar tiltekið Víglinunni þann 7.okt. síðastliðinn, var stjórnandinn að tala við Katrínu, formann vinstri græna. Þar kom fram að lægstu launin væru 169.000 kr. á mánuði. Bjarni forsetisráðherra slapp fyrir horn með sínar 50 millur fyrir hrun meðan aðrir misstu allt sitt, það munar ekki um það, en afhverju fær þessi maður að halda áfram í pólitík þegar fjármálasaga hans er svona en Sigmundur Davíð var látinn fara. Sumt fólk í landinu eru með 1 til 2 miljónir pr. mán. meðan aðrir eru með rúmlega 100 þúsund kr. í laun á mánuði. Er þetta sanngjarnt? Nú er stutt í næstu alþingiskostningar og flestir flokkar lofa öllu góðu um að bæta kjör aldraðra og öryrkja. En stenst það, já ef vinstri flokkar eða miðju flokkar komast að. Það er okkar að kjósa þessa flokka, við fólkið í landinu. Kjósum Flokk fólksins. Þá ná kannski aldraðir og öryrkjar endum saman þegar þeir eru búnir að borga reikninga. Þeir sem lifa kannski á 35.000 kr. út mán.Höfundur er sjúkraliði.