Áfram með smjörið Sigurjón Njarðarson skrifar 25. október 2017 15:00 Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.Sigurjón NjarðarsonHöfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.Sigurjón NjarðarsonHöfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar