Skoðun

Lægri vextir – Stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja

Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Eitt megin baráttumál Miðflokksins er að lækka vexti til jafns við það sem gerist í þeim löndum sem við Íslendingar berum okkur helst saman við.  Það mun verða gert með endurskipulagi fjármálakerfisins. Koma þarf í veg fyrir sölu hluta Arionbanka til erlendra vogunarsjóða og nýta umfram eigið fé bæði Arion og Íslandsbanka til lækkunar skulda ríkissjóðs og góðra verka.  Landsbankinn verði í fararbroddi tæknivæðingar og rekstrarhagræðingar og leiði þar með samkeppni um lægri vexti.  Verði ekki gerð breyting á peningamálastefnu Seðlabankans mun það hamla framförum og nýsköpun í landinu.  Gera þarf nauðsynlegar breytingar á lögum um Seðlabankann þannig að ekki verði einungis miðað við verðbólguviðmið.  Einnig þarf að breyta neysluvísitölugrunni nú þegar með því að taka húsnæði útúr grunninum.  Í framhaldinu verður verðtrygging á neytendalánum aflögð. Okurvaxtastefnan er einkum smærri fyrirtækjum  og heimilum fjötur um fót.  Vaxtamunur bankanna á óbundnum innlánum og yfirdráttarlánum er allt að fimmtugfaldur.  Allir mega sjá að þetta ástand er óþolandi.  Lækka verður vexti tafarlaust til að gera ungu vel menntuðu fólki kleift að setjast að á Íslandi.  Miðflokkurinn hefur flokka skýrasta stefnu í vaxtamálum. 

Settu X við M næsta laugardag!!

Mótaðu framtíðina með okkur.

Þorsteinn Sæmundsson, frambjóðandi Miðflokksins í fyrsta sæti Reykjavíkur Suður.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×