Bjóddu þeim eldri með þér á kjörstað Guðrún Ágústsdóttir skrifar 25. október 2017 09:30 Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátttaka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosningum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgarstjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldursflokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áberandi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátttaka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosningum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgarstjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldursflokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áberandi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar