Réttindi og tækifæri til jafns við aðra Páll Valur Björnsson skrifar 25. október 2017 09:15 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 61/611. Hann var lagður fram til undirritunar 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Það tók okkur Íslendinga hvorki meira né minna en tæpan áratug að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning en það var gert með á haustmánuðum 2016. Með því skuldbatt íslenska ríkið sig til að framfylgja ákvæðum samningsins. Þegar Ísland loks fullgilti samninginn höfðu langflest ríkinu þegar þegar gert það. Í ljós kom þegar ég setti fram breytingartillögu við þingsályktun um fullgildingu samningsins þess efnis að mikilvægur valfrjáls viðauki við samninginn yrði einnig fullgiltur að ekki hafði verið neitt unnið með hann. Fullgilding viðaukans veitir einstaklingum og hópum heimild til að skjóta málum sínum til eftirlitsnefndar með samningnum hafi þeir árangurslaust fullreynt leiðir innanlands til að fá þann rétt sem samningurinn veitir þeim. Fullgilding viðaukans veitir því mannréttindum fatlaðs fólks mikilvæga vernd og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Eftir mikil átök um afgreiðslu þess máls fékkst loks samþykkt breytingartillaga mín þess efnis að valfrjálsi viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017. Það er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni að valfrjálsi viðaukinn verði fullgiltur fyrir lok þessa árs í samræmi við þessa ályktun Alþingis og að samningurinn sjálfur og notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest eigi síðar en á vorþingi 2018. Það yrði gífurlega stór áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og enn stærra skref að því markmiði að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi með reisn, án mismununar og aðgreiningar og við mannsæmandi lífskjör. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og stjórnvöld verða að einhenda sér í það að afnema skerðingar á bótum fatlaðs fólks vegna atvinnutekna sem það kann að geta aflað sér þrátt fyrir veruelga skerta starfsgetu. Stjórnvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi og tryggja fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Það er til lítils að láta fólk ganga í gegnum starfsgetumat ef það kemur alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaði. Það er beinlínis á valdi stjórnvalda að finna fötluðum vinnu hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Fatlað fólk verður án tafar að fá að njóta í verki en ekki aðeins í orði þeirra mannréttinda sem því hefur allt of lengi verið neitað um eins og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir því hef ég barist og fyrir því munum við í Samfylkingunni berjast af fullum krafti.Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í 2. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 61/611. Hann var lagður fram til undirritunar 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Það tók okkur Íslendinga hvorki meira né minna en tæpan áratug að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning en það var gert með á haustmánuðum 2016. Með því skuldbatt íslenska ríkið sig til að framfylgja ákvæðum samningsins. Þegar Ísland loks fullgilti samninginn höfðu langflest ríkinu þegar þegar gert það. Í ljós kom þegar ég setti fram breytingartillögu við þingsályktun um fullgildingu samningsins þess efnis að mikilvægur valfrjáls viðauki við samninginn yrði einnig fullgiltur að ekki hafði verið neitt unnið með hann. Fullgilding viðaukans veitir einstaklingum og hópum heimild til að skjóta málum sínum til eftirlitsnefndar með samningnum hafi þeir árangurslaust fullreynt leiðir innanlands til að fá þann rétt sem samningurinn veitir þeim. Fullgilding viðaukans veitir því mannréttindum fatlaðs fólks mikilvæga vernd og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Eftir mikil átök um afgreiðslu þess máls fékkst loks samþykkt breytingartillaga mín þess efnis að valfrjálsi viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017. Það er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni að valfrjálsi viðaukinn verði fullgiltur fyrir lok þessa árs í samræmi við þessa ályktun Alþingis og að samningurinn sjálfur og notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest eigi síðar en á vorþingi 2018. Það yrði gífurlega stór áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og enn stærra skref að því markmiði að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi með reisn, án mismununar og aðgreiningar og við mannsæmandi lífskjör. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og stjórnvöld verða að einhenda sér í það að afnema skerðingar á bótum fatlaðs fólks vegna atvinnutekna sem það kann að geta aflað sér þrátt fyrir veruelga skerta starfsgetu. Stjórnvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi og tryggja fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Það er til lítils að láta fólk ganga í gegnum starfsgetumat ef það kemur alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaði. Það er beinlínis á valdi stjórnvalda að finna fötluðum vinnu hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Fatlað fólk verður án tafar að fá að njóta í verki en ekki aðeins í orði þeirra mannréttinda sem því hefur allt of lengi verið neitað um eins og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir því hef ég barist og fyrir því munum við í Samfylkingunni berjast af fullum krafti.Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í 2. sæti Reykjavík norður.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar