Húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. október 2017 11:45 Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar