Höldum fast utan um okkar landbúnað Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 24. október 2017 10:31 Við í Miðflokknum stöndum af heilum hug með landbúnaðinum. Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað. Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð. Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú. Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd. Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum. Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Við í Miðflokknum stöndum af heilum hug með landbúnaðinum. Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað. Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð. Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú. Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd. Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum. Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar