Byggjum samfélag jafnra tækifæra Páll Valur Björnsson skrifar 24. október 2017 07:00 Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun