Hver mun eiga bankana? Guðlaugur Gylfi Sverrisson skrifar 23. október 2017 13:15 Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun