Við erum saman í þessu stríði Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. október 2017 09:30 Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja að hagsmuna brotaþola sé gætt. Þetta vita allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, bæði stjórnmálamenn, fréttamenn og almennir áhugamenn. Það hefur því verið mjög sérstakt að verða vitni að því undanfarið, að markvisst er reynt að telja fólki trú um að hér gildi eitthvað annað um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Að hann annað hvort telji kynferðisbrot léttvæg eða hafi af einhverjum ástæðum minni samúð með þolendum en aðrir. Þetta er fjarri sanni. Reyndar vill svo til að flestar mikilvægustu lagabætur á þessu sviði í mörg undanfarin ár hafa verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.Bætur til þolenda Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.Réttargæslumaður og fleira Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.Nálgunarbann og þyngri refsingar Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.Enginn pólitískur ágreiningur Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar