Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2017 06:43 Loftmengun er sú gerð mengunar sem dregur flesta til dauða. Vísir/GVA Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs. Brúnei Loftslagsmál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs.
Brúnei Loftslagsmál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira