Vonir um vinstristjórn minnka Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ekki veitt formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Skiptar skoðanir eru á meðal forystumanna um hver ætti að reyna formlega stjórnarmyndun fyrst. vísir/ernir Forystumenn vinstri flokkanna eru heldur vondaufir um myndun ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan er einkum orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins á tröppum Bessastaða í gær um hann vilji fremur mynda ríkisstjórn með breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. Slíkan meirihluta megi til dæmis mynda með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Ýmislegt annað virðist vinna gegn myndun vinstri stjórnar með Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason þykir ólíkindatól í pólitík og heimildir Fréttablaðsins herma að áhrifamenn á vinstri vængnum sjái hann sem oddamanninn sem geti flækt málin í stjórn með jafn tæpan meirihluta og vinstri flokkarnir ásamt Framsókn geta myndað. Ásmundur Einar settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr þingflokknum í apríl 2011. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn rúmum tveimur mánuðum síðar. Í fréttatilkynningu frá Ásmundi Einari sagði meðal annars: „Framsókn hefur á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn hefur haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.“ Ásmundur gegndi svo um hríð starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans, en þegar aukins óróa fór að gæta innan Framsóknarflokksins eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-hneykslisins, tók Ásmundur sér stöðu með hinum nýja forsætisráðherra flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, og lét þung orð falla um Sigmund Davíð á flokksþingi haustið 2016. Sjálfur segist Ásmundur ljúfur sem lamb en vildi ekki tjá sig mikið um samband sitt við Sigmund Davíð. „Mikilvægast núna er að ná saman sterkri ríkisstjórn, sú ríkisstjórn þarf að snúast um málefni og við getum starfað með öllum sem eiga málefnalega samleið með Framsóknarflokknum.“ Aðspurður um viðræðurnar framundan segir Ásmundur Sigurð Inga og Lilju njóta fulls trausts til þeirra viðræðna. „Það er alveg ljóst að það er vilji hjá öðrum flokkum til að starfa með Framsóknarflokknum og við erum tilbúin til samstarfs við aðra flokka. Athygli vakti í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði að ekki hefði verið rætt við hana um myndun mögulegrar stjórnar frá vinstri til miðju. Áhugi hefur verið fyrir samstarfi við Viðreisn, sérstaklega hjá Samfylkingu og hefur Logi Einarsson, formaður flokksins iðulega lagt áherslu á samstarf fráfarandi stjórnarandstöðuflokka, með viðbót. Samkvæmt heimildum blaðsins er lítill áhugi fyrir því hjá Framsóknarmönnum að styrkja mögulega vinstri stjórn með samstarfi við Viðreisn. Vinstri græn hafa heldur ekki þótt sérlega áhugasöm um samstarf við þá. Formaður Viðreisnar hefur hins vegar ekki útilokað áhuga á samstarfi í þessari stjórn, eins og Þorgerður Katrín lýsti á Bessastöðum í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að viðbót Viðreisnar inn í þetta stjórnarmynstur myndi ekki eingöngu styrkja stöðu stjórnarinnar með fjölgun þingmanna að baki hennar úr 32 í 36, heldur myndi flokkurinn einnig breikka stjórnina lengra inn á miðju og auka þannig líkur á pólitískum stöðugleika. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Forystumenn vinstri flokkanna eru heldur vondaufir um myndun ríkisstjórnar stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan er einkum orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins á tröppum Bessastaða í gær um hann vilji fremur mynda ríkisstjórn með breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. Slíkan meirihluta megi til dæmis mynda með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Ýmislegt annað virðist vinna gegn myndun vinstri stjórnar með Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason þykir ólíkindatól í pólitík og heimildir Fréttablaðsins herma að áhrifamenn á vinstri vængnum sjái hann sem oddamanninn sem geti flækt málin í stjórn með jafn tæpan meirihluta og vinstri flokkarnir ásamt Framsókn geta myndað. Ásmundur Einar settist fyrst á þing árið 2009 fyrir Vinstri græn, en sagði sig úr þingflokknum í apríl 2011. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn rúmum tveimur mánuðum síðar. Í fréttatilkynningu frá Ásmundi Einari sagði meðal annars: „Framsókn hefur á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn hefur haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.“ Ásmundur gegndi svo um hríð starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans, en þegar aukins óróa fór að gæta innan Framsóknarflokksins eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-hneykslisins, tók Ásmundur sér stöðu með hinum nýja forsætisráðherra flokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, og lét þung orð falla um Sigmund Davíð á flokksþingi haustið 2016. Sjálfur segist Ásmundur ljúfur sem lamb en vildi ekki tjá sig mikið um samband sitt við Sigmund Davíð. „Mikilvægast núna er að ná saman sterkri ríkisstjórn, sú ríkisstjórn þarf að snúast um málefni og við getum starfað með öllum sem eiga málefnalega samleið með Framsóknarflokknum.“ Aðspurður um viðræðurnar framundan segir Ásmundur Sigurð Inga og Lilju njóta fulls trausts til þeirra viðræðna. „Það er alveg ljóst að það er vilji hjá öðrum flokkum til að starfa með Framsóknarflokknum og við erum tilbúin til samstarfs við aðra flokka. Athygli vakti í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði að ekki hefði verið rætt við hana um myndun mögulegrar stjórnar frá vinstri til miðju. Áhugi hefur verið fyrir samstarfi við Viðreisn, sérstaklega hjá Samfylkingu og hefur Logi Einarsson, formaður flokksins iðulega lagt áherslu á samstarf fráfarandi stjórnarandstöðuflokka, með viðbót. Samkvæmt heimildum blaðsins er lítill áhugi fyrir því hjá Framsóknarmönnum að styrkja mögulega vinstri stjórn með samstarfi við Viðreisn. Vinstri græn hafa heldur ekki þótt sérlega áhugasöm um samstarf við þá. Formaður Viðreisnar hefur hins vegar ekki útilokað áhuga á samstarfi í þessari stjórn, eins og Þorgerður Katrín lýsti á Bessastöðum í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að viðbót Viðreisnar inn í þetta stjórnarmynstur myndi ekki eingöngu styrkja stöðu stjórnarinnar með fjölgun þingmanna að baki hennar úr 32 í 36, heldur myndi flokkurinn einnig breikka stjórnina lengra inn á miðju og auka þannig líkur á pólitískum stöðugleika.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45
Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. 30. október 2017 18:15