Óttarr segir BF ekki vera að lognast út af Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2017 07:00 Óttarr Proppé segir stöðu formanns verða skoðaða. Vísir/anton brink „Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira