Tvífari Bono dregur Íslendinga á asnaeyrunum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2017 15:30 Bono er ekki á landinu. Hörður Ágústsson, eigandi Macland, hitti til að mynda Pavel á Laugaveginum í dag. Þeir eru hér efst uppi í vinstra horninu. Margir Íslendingar hafa velt því fyrir sér hvort írski tónlistarmaðurinn Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hafi verið hér á landi undanfarna daga. Vísir greindi frá því að Bono hafi sést í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík á föstudaginn og síðan á Prikinu á laugardaginn. Þá sagði mbl.is frá því að Bono hafi sést í gæludýraverslunni Fiskó á föstudeginum. „Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ sagði Guðný Önnudóttir hjá Frú Laugu á föstudaginn. Svo er ekki en sjálfur Bono hefur var á NRJ tónlistarhátíðinni í Cannes um helgina. Til að mynda birti tónlistarmaðurinn Kygo mynd af sér með Bono í Cannes á Facebook-síðu sinni. Þar sést til að mynda að alvöru Bono er vel skeggjaður, meira en sá sem sást á Íslandi. Um er að ræða einn þekktasta tvífara Bono í heimi en maðurinn ber nafnið Pavel Sfera og kemur frá Serbíu. Hann er með sérstaka vefsíðu sem er tileinkuð þeirri staðreynd að hann lítur út eins og söngvari U2. Pavel var á Laugaveginum í dag og tók til að mynda lagið og héldu margir að Bono sjálfur væri á svæðinu og ókeypis tónleikar í gangi. Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, hitti Pavel á Laugaveginum í dag og fékk mynd af sér með kappanum. Þar má augljóslega sjá að maðurinn er ekki Paul David Hewson. Vísir hefur reynt að ná tali af Pavel án árangurs.Hey @GummiBen ... BONO! pic.twitter.com/vXIxrHXhZl— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 9, 2017 Var þetta Bono að taka lagið fyrir utan vinnustaðinn minn? Ég er honestly ekki viss pic.twitter.com/UdwCbeiMnJ— Geir Finnsson (@geirfinns) November 9, 2017 PROOF pic.twitter.com/LMjftIgG5Q— Ryan Hawaii (@RYAN_HAWAII) November 2, 2017 Íslandsvinir Tengdar fréttir Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu Bono, söngvari írsku stórhljómsveitarinnar U2, er á Íslandi en það sást til hans í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík. 3. nóvember 2017 15:32 Bono fór á Prikið Vera írska tónlistarmannsins Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hér á landi hefur vakið nokkra athygli. 3. nóvember 2017 20:46 Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Margir Íslendingar hafa velt því fyrir sér hvort írski tónlistarmaðurinn Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hafi verið hér á landi undanfarna daga. Vísir greindi frá því að Bono hafi sést í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík á föstudaginn og síðan á Prikinu á laugardaginn. Þá sagði mbl.is frá því að Bono hafi sést í gæludýraverslunni Fiskó á föstudeginum. „Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ sagði Guðný Önnudóttir hjá Frú Laugu á föstudaginn. Svo er ekki en sjálfur Bono hefur var á NRJ tónlistarhátíðinni í Cannes um helgina. Til að mynda birti tónlistarmaðurinn Kygo mynd af sér með Bono í Cannes á Facebook-síðu sinni. Þar sést til að mynda að alvöru Bono er vel skeggjaður, meira en sá sem sást á Íslandi. Um er að ræða einn þekktasta tvífara Bono í heimi en maðurinn ber nafnið Pavel Sfera og kemur frá Serbíu. Hann er með sérstaka vefsíðu sem er tileinkuð þeirri staðreynd að hann lítur út eins og söngvari U2. Pavel var á Laugaveginum í dag og tók til að mynda lagið og héldu margir að Bono sjálfur væri á svæðinu og ókeypis tónleikar í gangi. Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, hitti Pavel á Laugaveginum í dag og fékk mynd af sér með kappanum. Þar má augljóslega sjá að maðurinn er ekki Paul David Hewson. Vísir hefur reynt að ná tali af Pavel án árangurs.Hey @GummiBen ... BONO! pic.twitter.com/vXIxrHXhZl— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 9, 2017 Var þetta Bono að taka lagið fyrir utan vinnustaðinn minn? Ég er honestly ekki viss pic.twitter.com/UdwCbeiMnJ— Geir Finnsson (@geirfinns) November 9, 2017 PROOF pic.twitter.com/LMjftIgG5Q— Ryan Hawaii (@RYAN_HAWAII) November 2, 2017
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu Bono, söngvari írsku stórhljómsveitarinnar U2, er á Íslandi en það sást til hans í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík. 3. nóvember 2017 15:32 Bono fór á Prikið Vera írska tónlistarmannsins Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hér á landi hefur vakið nokkra athygli. 3. nóvember 2017 20:46 Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu Bono, söngvari írsku stórhljómsveitarinnar U2, er á Íslandi en það sást til hans í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík. 3. nóvember 2017 15:32
Bono fór á Prikið Vera írska tónlistarmannsins Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hér á landi hefur vakið nokkra athygli. 3. nóvember 2017 20:46