Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2017 13:00 Darren Till er rísandi stjarna í UFC. Vísir/Getty John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017 MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017
MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22
Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30
Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15