Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Myndin er af Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og var tekin í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar. vísir/anton brink Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00