Búin að fá nóg af þessu hatri og öllum stælunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 13:45 Rose fór á kostum á blaðamannafundinum eftir bardaginn og kvað heldur betur við nýjan tón í hennar orðum. vísir/getty Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“ MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“
MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19