Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 13:30 Fulltrúar fjögurra flokka funda nú á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar. Heimilishundurinn Kjói vekur mikla lukku. Vísir/Ernir Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16