Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Fréttablaðið/Ernir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kortunum. Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju samkvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Málefni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðarmálum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í viðræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórnarskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnarsamstarfi þessara flokka samkvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breytingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kortunum. Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju samkvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Málefni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðarmálum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í viðræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórnarskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnarsamstarfi þessara flokka samkvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breytingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15
Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00