Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Með tilkomu nýrra fjártæknilausna mun bankastarfsemi gerbreytast á næstu árum. Markaðurinn mun opnast upp á gátt og búast sérfræðingar við því að fjöldi tæknifyrirtækja reyni að hasla sér þar völl. Bankar þurfa ljóslega að bregðast sem fyrst við breyttu umhverfi. Sitji þeir með hendur í skauti gætu tekjur þeirra af viðskiptabankastarfsemi dregist verulega saman. vísir/anton brink Ný reglugerð Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, sem tekur gildi hér á landi á næsta ári, gæti leitt til þess að tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka dragist saman um 20 til 25 prósent á næstu árum, að því er fram kemur í greiningu hugbúnaðarframleiðandans Sopra Banking. Greinendur Sopra telja þó ekki ósennilegt að einhverjum bönkum takist að milda höggið með vel ígrunduðum varnaraðgerðum. Innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt samhliða örri þróun stafrænnar tækni (e. fintech) mun gerbreyta umhverfi íslensks fjármálamarkaðar og leiða til byltingar í fjármálaþjónustu áður en langt um líður. Íslensku viðskiptabankarnir standa frammi fyrir mikilli áskorun enda eru tekjur af viðskiptabankastarfsemi um 90 prósent af heildartekjum þeirra. „Það er ljóst að bankar þurfa að bregðast við þeim breytingum sem stafræn tækni er að hafa á fjármálamarkaði. Þær eru mikil ógn við þá banka sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. „Ég held það sé ekki valkostur fyrir bankana að vera óbreyttir,“ segir Björgvin Ingi Ólafsson, sem stýrir stefnumótun og markaðsmálum hjá Íslandsbanka. „Ef bankarnir bregðast ekki við munu þeir tapa sambandinu við viðskiptavininn og verða í besta falli heildsalar þjónustunnar sem ég held að fáir bankar hafi sérstakan áhuga á.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að ríkið, sem á Íslandsbanka og Landsbankann að fullu og auk þess 13 prósenta hlut í Arion banka, sé ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær grundvallarbreytingar sem eru fram undan á bankamarkaði. „Mjög varhugavert“ sé að binda fjármuni skattgreiðenda sem eigin fé í bankarekstri. „Sumir viðast halda að bankaþjónusta sé svo ábatasöm að ríkið eigi endilega að eiga sem flesta banka. Það er einfaldlega rangt.“ „Sumir viðast halda að bankaþjónusta sé svo ábatasöm að ríkið eigi endilega að eiga sem flesta banka. Það er einfaldlega rangt,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Tvær reglugerðir Evrópusambandsins, önnur um greiðsluþjónustu og hin um persónuvernd, verða innleiddar í íslenskan rétt á næsta ári. Fyrri reglugerðin, sem nefnist PSD2, skyldar banka til þess að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslukerfum sínum. Hin reglugerðin, GDPR, gerir viðskiptavinum kleift að taka á móti eigin fjárhagsupplýsingum og miðla þeim áfram. Áhrifa þessara reglugerða mun gæta verulega á evrópskum bankamarkaði á næstunni. Þannig tók leiðarahöfundur viðskiptatímaritsins The Economist svo til orða fyrr á árinu að breytingarnar myndu valda skjálfta í bankaheiminum. „Á næstu árum mun fjármálaþjónusta hér á landi, þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, breytast mikið með tilkomu nýrra fjártæknilausna, viðskiptamódela og samevrópskra laga um fjármálaþjónustu,“ segir Friðrik Þór. Í raun sé verið að opna markaðinn á svipaðan hátt og evrópski fjarskiptamarkaðurinn opnaðist á tíunda áratug síðustu aldar. Þá hafi markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafélaganna víðast hvar dregist saman um helming og verð stórlækkað. Ekki megi búast við slíkum straumhvörfum við opnun fjármálamarkaðarins, en þó geri sérfræðingar ráð fyrir því að breytingin verði mikil. Friðrik Þór nefnir sem dæmi að leikendum í greiðslumiðlun eigi eftir að fjölga. Þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. „Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur sennilega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna. Því má gera ráð fyrir því að færslu- og þóknanagjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau geti lækkað frá 40 til 80 prósent, en þessar tekjur eru um 20 til 25 prósent af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu. Hlutfallið er aðeins lægra hér á landi, þannig að áhrifin hér verða minni, en þau verða samt talsverð,“ segir Friðrik Þór.Starfsfólki snarfækkar „Það er að verða mikil breyting á bankaþjónustu,“ segir Ásgeir. „Bankar hafa löngum starfað með þeim hætti að bjóða fram pakka með ótal þjónustuþáttum sem eru afhentir ókeypis en fyrir aðra er rukkað. Á sumum sviðum hafa þeir haft ákveðna einokun, líkt og hvað varðar greiðsluþjónustu, sem hefur gefið þeim yfirburði bæði við öflun upplýsinga og boð á þjónustulausnum. Margir hafa haldið því fram að nýju fjártæknifyrirtækin muni stuðla að því að þessar pakkalausnir muni rakna í sundur. Bent er á að nú sé hægt að sundurgreina hvern þjónustuþátt og nýir aðilar geti nú boðið upp á ýmislegt sem áður var aðeins á færi banka. Það leiði til þess að bankarnir eigi á hættu að missa frá sér ýmsa þjónustu sem skilaði tekjum og sitja þess í stað uppi með þjónustu sem er ekki tekjuskapandi. Einnig hefur verið bent á að bankar séu undir ströngum reglugerðum á meðan fjártæknifyrirtækin eru flokkuð af stjórnvöldum sem tæknifyrirtæki og hafi því rúmt svigrúm til athafna.” Hins vegar hafi aðrir haldið því fram að þessar tækninýjungar muni aðeins styrkja þjónustuframboð bankanna. Bankarnir geti þá boðið upp á enn fjölbreyttari pakka sem henta viðskiptavinum þeirra enn betur. Margir bankar hafi auk þess farið þá leið að kaupa fjártæknifyrirtæki.„Það er ljóst að bankar þurfa að bregðast við þeim breytingum sem stafræn tækni er að hafa á fjármálamarkaði. Þær eru mikil ógn við þá banka sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB.Ásgeir segir alveg ljóst að bankar verði áfram til en að starfsemi þeirra muni taka verulegum breytingum. „Flestir bankar erlendis hafa verið að segja upp mörgu starfsfólki í kjölfar þess að tæknibreytingar hafa verið innleiddar.“ Sem dæmi bárust fregnir af því í síðustu viku að stjórnendur norræna bankans Nordea hefðu í hyggju að fækka störfum um sex þúsund, sem er um 13 prósent af starfmannafjölda bankans, til þess að bregðast við breyttu umhverfi. „Við erum að búa til banka framtíðarinnar og þessar uppsagnir eru liður í því,“ sagði Casper von Koskull, bankastjóri Nordea. „Það sama gerðist raunar hérlendis þegar tölvur og heimabankar komu fram á sjónarsviðið að einhverju ráði upp úr 1990,“ segir Ásgeir. „Í kjölfarið hefur starfsmönnum í útibúum og afgreiðslu til dæmis fækkað verulega. Þær breytingar sem nú eru í vændum ná hins vegar mun dýpra inn í starfsemi bankanna þar sem ný tækni leysir af hendi störf sem hingað til hafa ekki verið talin afgreiðslustörf og hefur verið sinnt af menntuðu fólki. Raunar hefur fólki í fjármálageiranum fækkað verulega á síðustu árum. Árið 2007 unnu tæplega 5.000 manns hjá bönkum og sparisjóðum hérlendis en nú er talan um 3.000. Þetta er um 40 prósenta fækkun. Fjórða iðnbyltingin og gervigreindin hefur auk þess leitt til þess að ýmsar tegundir fjármálaþjónustu, sem fólk með háskólagráðu hefur jafnan sinnt, eru nú að einhverju leyti undirorpnar fjármálatæknilausnum. Til dæmis sjá tölvur nú í auknum mæli um að kaupa og selja verðbréf á markaði og algóriþmar útfæra fjárfestingaráætlanir fyrir okkur. Á síðustu árum hafa vextir ytra lækkað nær að núlli og ávöxtun versnað samhliða. Í kjölfarið hefur skapast þrýstingur á lækkun þóknanagjalda vegna eignastýringar og miðlunar. Fólk hefur velt því fyrir sér hvernig það getur ávaxtað fjármuni sína með ódýrari hætti. Margir hafa brugðist við með því að kaupa í vísitölusjóðum eða öðrum sjóðum þar sem algóriþmar sjá um að stýra eignasafninu,“ nefnir Ásgeir.Íslensku viðskiptabankarnir eru misvel í stakk búnir til þess að takast á við þá umbyltingu í bankaþjónustu sem er yfirvofandi. Friðrik Þór nefnir að hérlendir bankar séu að sumu leyti ekki eins vel búnir undir komandi breytingar og bankar í nágrannaríkjum okkar. „Til dæmis hafa bankar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sameinast um eina greiðslulausn til þess að styðja við farsímagreiðslur og út frá því geta þeir skapað ýmsar nýjungar. Í þeim efnum erum við eftirbátar. En tæknilega séð eru bankarnir hér á landi ágætlega undir breytingarnar búnir.“ Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra Arion banka, segir það ekki að ástæðulausu hve mikla áherslu bankinn hefur lagt á stafrænar lausnir. „Það gefur augaleið að þeir bankar sem laga sig ekki að kröfum og breyttri hegðun nýrra kynslóða munu sitja eftir. Miklar breytingar í fjármálaþjónustu eru í farvatninu, bæði vegna reglugerðabreytinga en ekki síður vegna tækniframfara, og verður áhugavert að sjá hve ólík viðbrögð fjármálafyrirtækja verða við þeim. Hvort og þá hvernig þau muni nýta sér slagkraftinn í breytingunum. Breytingarnar munu hafa umtalsverð áhrif á þróun fjármálatengdrar þjónustu á næstu tveimur til þremur árum. Þær gefa ákveðinn möguleika á aukinni samkeppni við ýmsa þætti og að neytendur muni ekki fara varhluta af því. Þjónustur á borð við Netgíró, Aur, Kass, Konto, Aktiva og Síminn Pay og fleiri eru að feta sig inn á þessa braut og við munum sjá meira frá þeim og öðrum,“ nefnir Einar Gunnar. Hann segir bankann vel í stakk búinn til þess að bregðast við yfirvofandi breytingum. „Í gegnum sérstaka deild, Stafræna framtíð, hefur bankinn kynnt til leiks tólf stafrænar lausnir á undanförnum átján mánuðum. Sem dæmi geta fyrirtæki nú stofnað til viðskipta við bankann á innan við fimm mínútum sem er bylting frá því sem áður var. Viðskiptavinir geta einnig, svo annað dæmi sé tekið, sjálfir skipt kreditkortareikningi, stýrt yfirdráttarheimild, fengið rafrænt greiðslumat, tekið íbúðalán og fryst og opnað kreditkort með mjög einföldum hætti í netbanka eða appi, án þess að þurfa nokkurn tímann að hafa samband við bankann. Það er ákveðinn og sístækkandi hópur neytenda sem upplifir það sem þægilegri bankaþjónustu að geta afgreitt sig sjálfir, hvenær sem er dags. Síðan er annar hópur sem kýs að eiga hina mannlegu snertingu, ef svo má segja, og vill afgreiða sín mál símleiðis eða í bankaútibúinu. Við erum allavega að bjóða fólki að eiga þessa snertingu í sínu rúmi og tómi, hvenær sem er sólarhringsins.“„Það gefur augaleið að þeir bankar sem laga sig ekki að kröfum og breyttri hegðun nýrra kynslóða munu sitja eftir," segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra Arion banka.Skila ekki endalausum hagnaði Ásgeir bendir á að framfarir í tækni hafi leitt til þess að fyrirtæki hafa þurft að hagræða í rekstri, segja upp starfsmönnum og hugsa hlutina upp á nýtt. „Það kostar oft blóð, svita og tár. En þegar ríkið fer með völdin, og gerir ekki skýra arðsemiskröfu líkt og aðrir eigendur, er alltaf ákveðin freisting fyrir stjórnendur að slaka á klónni og vera ekki til leiðinda með því að segja upp fólki eða taka erfiðar ákvarðanir. Þess í stað mun ríkið sem eigandi bankanna hafa hvata til þess að reyna að vernda þá fyrir samkeppni og koma í veg fyrir að tæknibreytingar verði innleiddar sem koma þeim illa. Það er ekkert efamál að ríkiseignarhald á bönkum mun verða þjóðinni mjög dýrt til lengri tíma. Það verða ávallt að vera sterk velferðarrök fyrir því af hverju ríkið eigi að taka að sér rekstur fyrirtækja. Ég sé engin slík rök fyrir því að ríkið eigi að eiga bankana, nema að því leyti að erfitt verður að koma þeim í verð og finna kaupendur að þeim.“ Ásgeir segir að í opnu umhverfi hljóti bankarnir að vera undir miklum samkeppnisþrýstingi frá erlendum bankastofnunum, fjártæknifyrirtækjum og skuggabankastarfsemi. „Það er dálítil skammsýni að álíta að íslensku bankarnir þrír geti haldið áfram að hagnast nær fyrirhafnarlaust og þeir séu örugg eign fyrir íslenska ríkið. Bankarnir eru ekki einhver peningavél sem getur skilað hagnaði eins og ekkert sé og ég áleit að hrunið 2008 hefði fært heim sanninn um það.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ný reglugerð Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, sem tekur gildi hér á landi á næsta ári, gæti leitt til þess að tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka dragist saman um 20 til 25 prósent á næstu árum, að því er fram kemur í greiningu hugbúnaðarframleiðandans Sopra Banking. Greinendur Sopra telja þó ekki ósennilegt að einhverjum bönkum takist að milda höggið með vel ígrunduðum varnaraðgerðum. Innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt samhliða örri þróun stafrænnar tækni (e. fintech) mun gerbreyta umhverfi íslensks fjármálamarkaðar og leiða til byltingar í fjármálaþjónustu áður en langt um líður. Íslensku viðskiptabankarnir standa frammi fyrir mikilli áskorun enda eru tekjur af viðskiptabankastarfsemi um 90 prósent af heildartekjum þeirra. „Það er ljóst að bankar þurfa að bregðast við þeim breytingum sem stafræn tækni er að hafa á fjármálamarkaði. Þær eru mikil ógn við þá banka sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. „Ég held það sé ekki valkostur fyrir bankana að vera óbreyttir,“ segir Björgvin Ingi Ólafsson, sem stýrir stefnumótun og markaðsmálum hjá Íslandsbanka. „Ef bankarnir bregðast ekki við munu þeir tapa sambandinu við viðskiptavininn og verða í besta falli heildsalar þjónustunnar sem ég held að fáir bankar hafi sérstakan áhuga á.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að ríkið, sem á Íslandsbanka og Landsbankann að fullu og auk þess 13 prósenta hlut í Arion banka, sé ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær grundvallarbreytingar sem eru fram undan á bankamarkaði. „Mjög varhugavert“ sé að binda fjármuni skattgreiðenda sem eigin fé í bankarekstri. „Sumir viðast halda að bankaþjónusta sé svo ábatasöm að ríkið eigi endilega að eiga sem flesta banka. Það er einfaldlega rangt.“ „Sumir viðast halda að bankaþjónusta sé svo ábatasöm að ríkið eigi endilega að eiga sem flesta banka. Það er einfaldlega rangt,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Tvær reglugerðir Evrópusambandsins, önnur um greiðsluþjónustu og hin um persónuvernd, verða innleiddar í íslenskan rétt á næsta ári. Fyrri reglugerðin, sem nefnist PSD2, skyldar banka til þess að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslukerfum sínum. Hin reglugerðin, GDPR, gerir viðskiptavinum kleift að taka á móti eigin fjárhagsupplýsingum og miðla þeim áfram. Áhrifa þessara reglugerða mun gæta verulega á evrópskum bankamarkaði á næstunni. Þannig tók leiðarahöfundur viðskiptatímaritsins The Economist svo til orða fyrr á árinu að breytingarnar myndu valda skjálfta í bankaheiminum. „Á næstu árum mun fjármálaþjónusta hér á landi, þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, breytast mikið með tilkomu nýrra fjártæknilausna, viðskiptamódela og samevrópskra laga um fjármálaþjónustu,“ segir Friðrik Þór. Í raun sé verið að opna markaðinn á svipaðan hátt og evrópski fjarskiptamarkaðurinn opnaðist á tíunda áratug síðustu aldar. Þá hafi markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafélaganna víðast hvar dregist saman um helming og verð stórlækkað. Ekki megi búast við slíkum straumhvörfum við opnun fjármálamarkaðarins, en þó geri sérfræðingar ráð fyrir því að breytingin verði mikil. Friðrik Þór nefnir sem dæmi að leikendum í greiðslumiðlun eigi eftir að fjölga. Þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. „Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur sennilega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna. Því má gera ráð fyrir því að færslu- og þóknanagjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau geti lækkað frá 40 til 80 prósent, en þessar tekjur eru um 20 til 25 prósent af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu. Hlutfallið er aðeins lægra hér á landi, þannig að áhrifin hér verða minni, en þau verða samt talsverð,“ segir Friðrik Þór.Starfsfólki snarfækkar „Það er að verða mikil breyting á bankaþjónustu,“ segir Ásgeir. „Bankar hafa löngum starfað með þeim hætti að bjóða fram pakka með ótal þjónustuþáttum sem eru afhentir ókeypis en fyrir aðra er rukkað. Á sumum sviðum hafa þeir haft ákveðna einokun, líkt og hvað varðar greiðsluþjónustu, sem hefur gefið þeim yfirburði bæði við öflun upplýsinga og boð á þjónustulausnum. Margir hafa haldið því fram að nýju fjártæknifyrirtækin muni stuðla að því að þessar pakkalausnir muni rakna í sundur. Bent er á að nú sé hægt að sundurgreina hvern þjónustuþátt og nýir aðilar geti nú boðið upp á ýmislegt sem áður var aðeins á færi banka. Það leiði til þess að bankarnir eigi á hættu að missa frá sér ýmsa þjónustu sem skilaði tekjum og sitja þess í stað uppi með þjónustu sem er ekki tekjuskapandi. Einnig hefur verið bent á að bankar séu undir ströngum reglugerðum á meðan fjártæknifyrirtækin eru flokkuð af stjórnvöldum sem tæknifyrirtæki og hafi því rúmt svigrúm til athafna.” Hins vegar hafi aðrir haldið því fram að þessar tækninýjungar muni aðeins styrkja þjónustuframboð bankanna. Bankarnir geti þá boðið upp á enn fjölbreyttari pakka sem henta viðskiptavinum þeirra enn betur. Margir bankar hafi auk þess farið þá leið að kaupa fjártæknifyrirtæki.„Það er ljóst að bankar þurfa að bregðast við þeim breytingum sem stafræn tækni er að hafa á fjármálamarkaði. Þær eru mikil ógn við þá banka sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB.Ásgeir segir alveg ljóst að bankar verði áfram til en að starfsemi þeirra muni taka verulegum breytingum. „Flestir bankar erlendis hafa verið að segja upp mörgu starfsfólki í kjölfar þess að tæknibreytingar hafa verið innleiddar.“ Sem dæmi bárust fregnir af því í síðustu viku að stjórnendur norræna bankans Nordea hefðu í hyggju að fækka störfum um sex þúsund, sem er um 13 prósent af starfmannafjölda bankans, til þess að bregðast við breyttu umhverfi. „Við erum að búa til banka framtíðarinnar og þessar uppsagnir eru liður í því,“ sagði Casper von Koskull, bankastjóri Nordea. „Það sama gerðist raunar hérlendis þegar tölvur og heimabankar komu fram á sjónarsviðið að einhverju ráði upp úr 1990,“ segir Ásgeir. „Í kjölfarið hefur starfsmönnum í útibúum og afgreiðslu til dæmis fækkað verulega. Þær breytingar sem nú eru í vændum ná hins vegar mun dýpra inn í starfsemi bankanna þar sem ný tækni leysir af hendi störf sem hingað til hafa ekki verið talin afgreiðslustörf og hefur verið sinnt af menntuðu fólki. Raunar hefur fólki í fjármálageiranum fækkað verulega á síðustu árum. Árið 2007 unnu tæplega 5.000 manns hjá bönkum og sparisjóðum hérlendis en nú er talan um 3.000. Þetta er um 40 prósenta fækkun. Fjórða iðnbyltingin og gervigreindin hefur auk þess leitt til þess að ýmsar tegundir fjármálaþjónustu, sem fólk með háskólagráðu hefur jafnan sinnt, eru nú að einhverju leyti undirorpnar fjármálatæknilausnum. Til dæmis sjá tölvur nú í auknum mæli um að kaupa og selja verðbréf á markaði og algóriþmar útfæra fjárfestingaráætlanir fyrir okkur. Á síðustu árum hafa vextir ytra lækkað nær að núlli og ávöxtun versnað samhliða. Í kjölfarið hefur skapast þrýstingur á lækkun þóknanagjalda vegna eignastýringar og miðlunar. Fólk hefur velt því fyrir sér hvernig það getur ávaxtað fjármuni sína með ódýrari hætti. Margir hafa brugðist við með því að kaupa í vísitölusjóðum eða öðrum sjóðum þar sem algóriþmar sjá um að stýra eignasafninu,“ nefnir Ásgeir.Íslensku viðskiptabankarnir eru misvel í stakk búnir til þess að takast á við þá umbyltingu í bankaþjónustu sem er yfirvofandi. Friðrik Þór nefnir að hérlendir bankar séu að sumu leyti ekki eins vel búnir undir komandi breytingar og bankar í nágrannaríkjum okkar. „Til dæmis hafa bankar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sameinast um eina greiðslulausn til þess að styðja við farsímagreiðslur og út frá því geta þeir skapað ýmsar nýjungar. Í þeim efnum erum við eftirbátar. En tæknilega séð eru bankarnir hér á landi ágætlega undir breytingarnar búnir.“ Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra Arion banka, segir það ekki að ástæðulausu hve mikla áherslu bankinn hefur lagt á stafrænar lausnir. „Það gefur augaleið að þeir bankar sem laga sig ekki að kröfum og breyttri hegðun nýrra kynslóða munu sitja eftir. Miklar breytingar í fjármálaþjónustu eru í farvatninu, bæði vegna reglugerðabreytinga en ekki síður vegna tækniframfara, og verður áhugavert að sjá hve ólík viðbrögð fjármálafyrirtækja verða við þeim. Hvort og þá hvernig þau muni nýta sér slagkraftinn í breytingunum. Breytingarnar munu hafa umtalsverð áhrif á þróun fjármálatengdrar þjónustu á næstu tveimur til þremur árum. Þær gefa ákveðinn möguleika á aukinni samkeppni við ýmsa þætti og að neytendur muni ekki fara varhluta af því. Þjónustur á borð við Netgíró, Aur, Kass, Konto, Aktiva og Síminn Pay og fleiri eru að feta sig inn á þessa braut og við munum sjá meira frá þeim og öðrum,“ nefnir Einar Gunnar. Hann segir bankann vel í stakk búinn til þess að bregðast við yfirvofandi breytingum. „Í gegnum sérstaka deild, Stafræna framtíð, hefur bankinn kynnt til leiks tólf stafrænar lausnir á undanförnum átján mánuðum. Sem dæmi geta fyrirtæki nú stofnað til viðskipta við bankann á innan við fimm mínútum sem er bylting frá því sem áður var. Viðskiptavinir geta einnig, svo annað dæmi sé tekið, sjálfir skipt kreditkortareikningi, stýrt yfirdráttarheimild, fengið rafrænt greiðslumat, tekið íbúðalán og fryst og opnað kreditkort með mjög einföldum hætti í netbanka eða appi, án þess að þurfa nokkurn tímann að hafa samband við bankann. Það er ákveðinn og sístækkandi hópur neytenda sem upplifir það sem þægilegri bankaþjónustu að geta afgreitt sig sjálfir, hvenær sem er dags. Síðan er annar hópur sem kýs að eiga hina mannlegu snertingu, ef svo má segja, og vill afgreiða sín mál símleiðis eða í bankaútibúinu. Við erum allavega að bjóða fólki að eiga þessa snertingu í sínu rúmi og tómi, hvenær sem er sólarhringsins.“„Það gefur augaleið að þeir bankar sem laga sig ekki að kröfum og breyttri hegðun nýrra kynslóða munu sitja eftir," segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur á skrifstofu bankastjóra Arion banka.Skila ekki endalausum hagnaði Ásgeir bendir á að framfarir í tækni hafi leitt til þess að fyrirtæki hafa þurft að hagræða í rekstri, segja upp starfsmönnum og hugsa hlutina upp á nýtt. „Það kostar oft blóð, svita og tár. En þegar ríkið fer með völdin, og gerir ekki skýra arðsemiskröfu líkt og aðrir eigendur, er alltaf ákveðin freisting fyrir stjórnendur að slaka á klónni og vera ekki til leiðinda með því að segja upp fólki eða taka erfiðar ákvarðanir. Þess í stað mun ríkið sem eigandi bankanna hafa hvata til þess að reyna að vernda þá fyrir samkeppni og koma í veg fyrir að tæknibreytingar verði innleiddar sem koma þeim illa. Það er ekkert efamál að ríkiseignarhald á bönkum mun verða þjóðinni mjög dýrt til lengri tíma. Það verða ávallt að vera sterk velferðarrök fyrir því af hverju ríkið eigi að taka að sér rekstur fyrirtækja. Ég sé engin slík rök fyrir því að ríkið eigi að eiga bankana, nema að því leyti að erfitt verður að koma þeim í verð og finna kaupendur að þeim.“ Ásgeir segir að í opnu umhverfi hljóti bankarnir að vera undir miklum samkeppnisþrýstingi frá erlendum bankastofnunum, fjártæknifyrirtækjum og skuggabankastarfsemi. „Það er dálítil skammsýni að álíta að íslensku bankarnir þrír geti haldið áfram að hagnast nær fyrirhafnarlaust og þeir séu örugg eign fyrir íslenska ríkið. Bankarnir eru ekki einhver peningavél sem getur skilað hagnaði eins og ekkert sé og ég áleit að hrunið 2008 hefði fært heim sanninn um það.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira