Værum að leiða til valda mjög laskaðan flokk og laskaðan formann Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:38 „Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
„Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira