Við lifum í afbökuðum peningaheimi Örn Karlsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Örn Karlsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar