Góður lokasprettur skaut Ólafíu upp í 19. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. nóvember 2017 20:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira