„Eina líkamsræktin sem ég hef aldrei skrópað í“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 20:30 „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna. Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna.
Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52