Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 15:23 Gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða. Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða.
Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34