Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 08:30 Formenn flokkanna þriggja funda í dag ásamt sex öðrum fulltrúum frá flokkunum. vísir/eyþór/hanna/daníel Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. Auk formannanna þriggja, þeirra Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, munu tveir til viðbótar frá hverjum flokki sitja fundinn en það er sami hópur og var í óformlegum viðræðum flokkanna sem fóru fram á föstudag og laugardag. Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að fundurinn í dag leggist vel í sig. „Við ætlum bara að leggjast yfir þetta fyrst þessi hópur í dag. Svo munum við fá „input“ innan úr stjórnkerfinu varðandi staðreyndir, tölur og annað slíkt,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður á hverju verði byrjað í dag segir Sigurður Ingi að það verði byrjað þar sem frá var horfið um helgina og fara ofan í það sem verið var að ræða þá. „Svona það sem felst í að breyta óformlegum viðræðum í formlegar.“ Lagt er upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra ef af myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka verður og má því gera ráð fyrir því að hún leiði stjórnarmyndunarviðræðurnar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að viðræður flokkanna um málefni væru mjög langt komnar. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum munu verða lagðar til hliðar að mestu leyti en þó er áformað að gera breytingar í skattamálum í tengslum við komandi kjaraviðræður. Þá verður beðið með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. Auk formannanna þriggja, þeirra Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, munu tveir til viðbótar frá hverjum flokki sitja fundinn en það er sami hópur og var í óformlegum viðræðum flokkanna sem fóru fram á föstudag og laugardag. Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að fundurinn í dag leggist vel í sig. „Við ætlum bara að leggjast yfir þetta fyrst þessi hópur í dag. Svo munum við fá „input“ innan úr stjórnkerfinu varðandi staðreyndir, tölur og annað slíkt,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður á hverju verði byrjað í dag segir Sigurður Ingi að það verði byrjað þar sem frá var horfið um helgina og fara ofan í það sem verið var að ræða þá. „Svona það sem felst í að breyta óformlegum viðræðum í formlegar.“ Lagt er upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra ef af myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka verður og má því gera ráð fyrir því að hún leiði stjórnarmyndunarviðræðurnar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að viðræður flokkanna um málefni væru mjög langt komnar. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum munu verða lagðar til hliðar að mestu leyti en þó er áformað að gera breytingar í skattamálum í tengslum við komandi kjaraviðræður. Þá verður beðið með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00