Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:14 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Sjá meira
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15