Björk segir frá tónlistinni sem hún vann með Wu-Tang Clan og mun aldrei líta dagsins ljós Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2017 18:35 Björk Guðmundsdóttir Vísir/Getty „Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“ Björk Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“
Björk Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira