Tugir þúsunda stefna á HM í Rússlandi Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2017 10:30 Fleiri karlar sögðust ætla að fara til Rússlands en konur. Vísir/Garðar Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira