Þarna fór Isavia yfir strikið Kári Jónasson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar