Norðurslóðir eru lykilsvæði Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun