24 ára og ráðin ritstjóri Norðurlands: „Ég er að henda mér í djúpu laugina“ Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. desember 2017 21:15 Ingibjörg Bergmann Bragadóttir er nýr ritstjóri blaðsins Norðurlands. Ingibjörg bergmann bragadóttir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands, áður Akureyrar vikublaðs. Þá hefur Ámundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., tekið yfir útgáfu landshlutablaða sem áður voru í eigu Vefpressunnar ehf. en stefnt er að útgáfu hins nýja Norðurlands þann 14. desember næstkomandi.Ámundi tekur blöðin yfirÚtgáfa á Akureyri vikublaði var stöðvuð í lok nóvember síðastliðnum í kjölfar eigendaskipta hjá Vefpressunni ehf. Öll landshlutablöð í eigu Pressunnar voru sett á sölu en um var að ræða Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Vefpressan keypti útgáfuréttinn á blöðunum árið 2015 af Fótspori ehf. en Fótspor hefur nú tekið aftur yfir útgáfu blaðanna.Ámundi Ámundason.Vísir/ErnirÁmundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag. Hann sagðist hafa tekið yfir rekstur blaðanna og þau verði áfram gefin út, einhver þó undir öðrum nöfnum. Akureyri vikublað heitir nú til að mynda Norðurland.„Þú verður bara að ákveða þig núna“Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands. Hún er 24 ára gömul, fædd árið 1993, og útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2012. Ingibjörg lærði frönsku við Sorbonne-háskólann í París að lokinni útskrift og hóf svo nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún í vor og stefnir enn fremur á að útskrifast sem framreiðslukona vorið 2018. Ingibjörg tekur við starfi ritstjóra af Indíönu Hreinsdóttur. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að stuttur aðdragandi hafi verið að ráðningunni en Ámundi, eigandi Fótspors ehf., bauð henni starfið í fyrradag. „Hann vildi bara bjóða mér þetta. Ég hringdi í hann upphaflega til þess að segja honum að ég væri opin og spennt fyrir stöðunni og þá bara segir hann: „Já, þú verður bara að ákveða þig núna,“ og áður en ég vissi af bauð hann mig velkomna til starfa,“ segir Ingibjörg.Sjá einnig: Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöðVerður létt og skemmtilegtÁætlað er að blaðið komi út fjórtánda desember næstkomandi svo knappur tími er til stefnu. „Þetta er pínu stressandi,“ segir Ingibjörg og skellir upp úr. „Ég er að henda mér í djúpu laugina.“ Aðspurð segir Ingibjörg að blaðið muni viðhafa svipaða stefnu og á Kaffinu, vefriti sem Ingibjörg stofnaði og heldur úti ásamt öðrum. Þá segist Ingibjörg jafnframt ætla að halda áfram störfum sínum hjá Kaffinu meðfram ritstjórastarfinu. „Nálgunin mín er að hafa þetta létt og skemmtilegt. Ég er ekki að fara að kafa í einhverja skandala hjá bæjarstjórninni. Þetta verður ekki rannsóknarblað Akureyringa. Þetta verður svolítið svipað og við erum að gera á Kaffinu, fréttir og afþreyingarefni í bland.“ Þá er Ámundi sjálfur ánægður með valið á ritstjóranum. „Þetta er frábær kona, tuttugu og fjögurra ára gömul, listaspíra í fjölmiðlafræði.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands, áður Akureyrar vikublaðs. Þá hefur Ámundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., tekið yfir útgáfu landshlutablaða sem áður voru í eigu Vefpressunnar ehf. en stefnt er að útgáfu hins nýja Norðurlands þann 14. desember næstkomandi.Ámundi tekur blöðin yfirÚtgáfa á Akureyri vikublaði var stöðvuð í lok nóvember síðastliðnum í kjölfar eigendaskipta hjá Vefpressunni ehf. Öll landshlutablöð í eigu Pressunnar voru sett á sölu en um var að ræða Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Vefpressan keypti útgáfuréttinn á blöðunum árið 2015 af Fótspori ehf. en Fótspor hefur nú tekið aftur yfir útgáfu blaðanna.Ámundi Ámundason.Vísir/ErnirÁmundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag. Hann sagðist hafa tekið yfir rekstur blaðanna og þau verði áfram gefin út, einhver þó undir öðrum nöfnum. Akureyri vikublað heitir nú til að mynda Norðurland.„Þú verður bara að ákveða þig núna“Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands. Hún er 24 ára gömul, fædd árið 1993, og útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2012. Ingibjörg lærði frönsku við Sorbonne-háskólann í París að lokinni útskrift og hóf svo nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún í vor og stefnir enn fremur á að útskrifast sem framreiðslukona vorið 2018. Ingibjörg tekur við starfi ritstjóra af Indíönu Hreinsdóttur. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að stuttur aðdragandi hafi verið að ráðningunni en Ámundi, eigandi Fótspors ehf., bauð henni starfið í fyrradag. „Hann vildi bara bjóða mér þetta. Ég hringdi í hann upphaflega til þess að segja honum að ég væri opin og spennt fyrir stöðunni og þá bara segir hann: „Já, þú verður bara að ákveða þig núna,“ og áður en ég vissi af bauð hann mig velkomna til starfa,“ segir Ingibjörg.Sjá einnig: Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöðVerður létt og skemmtilegtÁætlað er að blaðið komi út fjórtánda desember næstkomandi svo knappur tími er til stefnu. „Þetta er pínu stressandi,“ segir Ingibjörg og skellir upp úr. „Ég er að henda mér í djúpu laugina.“ Aðspurð segir Ingibjörg að blaðið muni viðhafa svipaða stefnu og á Kaffinu, vefriti sem Ingibjörg stofnaði og heldur úti ásamt öðrum. Þá segist Ingibjörg jafnframt ætla að halda áfram störfum sínum hjá Kaffinu meðfram ritstjórastarfinu. „Nálgunin mín er að hafa þetta létt og skemmtilegt. Ég er ekki að fara að kafa í einhverja skandala hjá bæjarstjórninni. Þetta verður ekki rannsóknarblað Akureyringa. Þetta verður svolítið svipað og við erum að gera á Kaffinu, fréttir og afþreyingarefni í bland.“ Þá er Ámundi sjálfur ánægður með valið á ritstjóranum. „Þetta er frábær kona, tuttugu og fjögurra ára gömul, listaspíra í fjölmiðlafræði.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58