Vill leiðrétta aðstöðumun foreldra með lengra fæðingarorlofi Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 21:26 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00