Vill leiðrétta aðstöðumun foreldra með lengra fæðingarorlofi Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 21:26 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00