Slitförin er fallegasta bókarkápan árið 2017 Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 10:00 Bókarkápurnar eru órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur. Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum. Bókarkápurnar eru nefnilega órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur, þó svo að maður ætti auðvitað aldrei að dæma bók eftir kápunni. Til gamans var því sett saman sveit sex smekkvísra álitsgjafa sem tók að sér að velja þrjár fallegstu og þrjár ljótustu bókarkápur jólafljóðsins í ár.Sjá einnig:Ljótasta bókakápan 2017Fallegasta bókarkápan 20171. sæti Slitförin Höfundur: Fríða Ísberg Kápuhönnun: Luke Allan Mynd á kápu: Dýrfinna Benita Útgefandi: Partus „Falleg mynd og fallegt letur sem tala vel saman. Það hefði verið hægt að skella nánast hvaða lit í bakgrunn og hún hefði gengið upp.“ „Ákaflega vel heppnuð kápa með fallegum litum og leturmeðferð. Teikningin minnir á kápu Kvennafræðarans á ómótstæðilegan hátt. Kraftmikil og örvandi kápa fyrir spennandi höfund.“ „Öflug samsetning þar sem mynd og letur tala vel saman. Þetta er ekki bara spurning um einhverja óræða fegurð heldur að vera bæði áberandi og smekkleg og það tekst hér.“2. sæti Elín, ýmislegt Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Kápuhönnun: Halla Sigga Útgefandi: JPV „Úthugsuð, sensúal og hrollvekjandi kápa sem talast á við innihald og uppbyggingu í bókinni. Grænu litirnir brakandi og óvenjulegir. Svartur bakgrunnur myndar dýpt og leturgerðin á titlinum hressir mann.“ „Djörf, áferðarfalleg og eftirminnilegasta kápan þetta árið. Ég vil sökkva í þetta þétta, græn, blauta sóðafen Kristínar.“3. sæti Stofuhiti Höfundur: Bergur Ebbi Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Útgefandi: Mál og menning „Ég er sökker fyrir gult og svart og líka fyrir töff og svalt. Þetta er gult og svart og töff og svalt þannig að ég verð að fíla.“ „Þarna eignuðust minimalisminn og typpastælarnir fallegt afkvæmi. Þessi gula auðn heillar mig. Skilst hún sé, ásamt leturgerðinni, innblásin af Kraftwerk–umslagi. Þegar fólk vísar í þýskt tölvupopp er auðvelt að fá mig á vagninn. Svo gleður þessi æðislega ljósmynd af höfundi, sem gæti verið týndi Gallagher–bróðirinn sem er meiri fáviti en þeir Liam og Noel til samans.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins: Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Snær Guðmundsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson Fréttir ársins 2017 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum. Bókarkápurnar eru nefnilega órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur, þó svo að maður ætti auðvitað aldrei að dæma bók eftir kápunni. Til gamans var því sett saman sveit sex smekkvísra álitsgjafa sem tók að sér að velja þrjár fallegstu og þrjár ljótustu bókarkápur jólafljóðsins í ár.Sjá einnig:Ljótasta bókakápan 2017Fallegasta bókarkápan 20171. sæti Slitförin Höfundur: Fríða Ísberg Kápuhönnun: Luke Allan Mynd á kápu: Dýrfinna Benita Útgefandi: Partus „Falleg mynd og fallegt letur sem tala vel saman. Það hefði verið hægt að skella nánast hvaða lit í bakgrunn og hún hefði gengið upp.“ „Ákaflega vel heppnuð kápa með fallegum litum og leturmeðferð. Teikningin minnir á kápu Kvennafræðarans á ómótstæðilegan hátt. Kraftmikil og örvandi kápa fyrir spennandi höfund.“ „Öflug samsetning þar sem mynd og letur tala vel saman. Þetta er ekki bara spurning um einhverja óræða fegurð heldur að vera bæði áberandi og smekkleg og það tekst hér.“2. sæti Elín, ýmislegt Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Kápuhönnun: Halla Sigga Útgefandi: JPV „Úthugsuð, sensúal og hrollvekjandi kápa sem talast á við innihald og uppbyggingu í bókinni. Grænu litirnir brakandi og óvenjulegir. Svartur bakgrunnur myndar dýpt og leturgerðin á titlinum hressir mann.“ „Djörf, áferðarfalleg og eftirminnilegasta kápan þetta árið. Ég vil sökkva í þetta þétta, græn, blauta sóðafen Kristínar.“3. sæti Stofuhiti Höfundur: Bergur Ebbi Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Útgefandi: Mál og menning „Ég er sökker fyrir gult og svart og líka fyrir töff og svalt. Þetta er gult og svart og töff og svalt þannig að ég verð að fíla.“ „Þarna eignuðust minimalisminn og typpastælarnir fallegt afkvæmi. Þessi gula auðn heillar mig. Skilst hún sé, ásamt leturgerðinni, innblásin af Kraftwerk–umslagi. Þegar fólk vísar í þýskt tölvupopp er auðvelt að fá mig á vagninn. Svo gleður þessi æðislega ljósmynd af höfundi, sem gæti verið týndi Gallagher–bróðirinn sem er meiri fáviti en þeir Liam og Noel til samans.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins: Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Snær Guðmundsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira