Fjármálaráðherra: Ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari kjörum Hörður Ægisson skrifar 13. desember 2017 16:44 "Viðbrögð fjárfesta var vel umfram væntingar en eftirspurn var ríflega átta sinnum meiri en framboðið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Íslenska ríkið hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði 61,5 milljarði íslenskra króna, sem bera 0,5 prósent fasta vexti og eru gefin út til fimm ára á ávöxtunarkröfunni 0,56 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir þessa skuldabréfaútgáfu marka tímamót enda hafi ríkissjóður „aldrei tekið lán á hagstæðari kjörum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir jafnframt að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurnin um 3,9 milljörðum evra, eða ríflega áttfaldri fjárhæð útgáfunnar. Samanstendur fjárfestahópurinn af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu. „Viðbrögð fjárfesta var vel umfram væntingar en eftirspurn var ríflega átta sinnum meiri en framboðið. Þátttakan í endurkaupunum og eftirspurn eftir nýju útgáfunni er merki um traust fjárfesta og er viðkurkenning á þeim góða árangri sem náðst hefur ríkisfjármálum og við stjórn efnahagsmála. Hækkun lánshæfismats Fitch í síðustu viku hefur án efa einnig haft jákvæð áhrif. Aðgerðin er liður í að framfylgja langtímastefnu í lánamálum ríkisins þar sem markmiðin eru meðal annars þau að tryggja aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta og setur mikilvægt viðmið á hagstæðum kjörum fyrir aðra sem þurfa aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum," segir Bjarni. Samhliða nýju útgáfunni gerði ríkissjóður tilboð í eldri skuldabréfaútgáfu frá árinu 2014 sem nam 750 milljónum evra. Eigendur bréfa að nafnvirði 397,6 milljónir evra eða, um 49 milljarðar króna, tóku tilboði ríkissjóðs og fengu þeir sem vildu forgang í nýju útgáfunni. Heildarskuldsetning ríkissjóðs eykst um 12,5 milljarða króna við aðgerðina, að því er segir í tilkynningunni. Efnahagsmál Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Íslenska ríkið hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði 61,5 milljarði íslenskra króna, sem bera 0,5 prósent fasta vexti og eru gefin út til fimm ára á ávöxtunarkröfunni 0,56 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir þessa skuldabréfaútgáfu marka tímamót enda hafi ríkissjóður „aldrei tekið lán á hagstæðari kjörum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir jafnframt að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurnin um 3,9 milljörðum evra, eða ríflega áttfaldri fjárhæð útgáfunnar. Samanstendur fjárfestahópurinn af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu. „Viðbrögð fjárfesta var vel umfram væntingar en eftirspurn var ríflega átta sinnum meiri en framboðið. Þátttakan í endurkaupunum og eftirspurn eftir nýju útgáfunni er merki um traust fjárfesta og er viðkurkenning á þeim góða árangri sem náðst hefur ríkisfjármálum og við stjórn efnahagsmála. Hækkun lánshæfismats Fitch í síðustu viku hefur án efa einnig haft jákvæð áhrif. Aðgerðin er liður í að framfylgja langtímastefnu í lánamálum ríkisins þar sem markmiðin eru meðal annars þau að tryggja aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta og setur mikilvægt viðmið á hagstæðum kjörum fyrir aðra sem þurfa aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum," segir Bjarni. Samhliða nýju útgáfunni gerði ríkissjóður tilboð í eldri skuldabréfaútgáfu frá árinu 2014 sem nam 750 milljónum evra. Eigendur bréfa að nafnvirði 397,6 milljónir evra eða, um 49 milljarðar króna, tóku tilboði ríkissjóðs og fengu þeir sem vildu forgang í nýju útgáfunni. Heildarskuldsetning ríkissjóðs eykst um 12,5 milljarða króna við aðgerðina, að því er segir í tilkynningunni.
Efnahagsmál Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira