Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2017 11:30 Halldóra Geirharðsdóttir var meðal þeirra sem lásu upp frásagnir í Borgarleikhúsinu. Vísir/Valgarður Gíslason „Við breytum með því að búa til meðvitund og ferla og grípa hvert annað, að við vitum hvert við eigum að fara,“ sagði leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir leikkona í Bítinu í dag en hún var ein þeirra kvenna sem las upp #MeToo frásagnir íslenskra kvenna í Borgarleikhúsinu í gær. Halldóra segir að lokaðir #MeToo hópar starfsstétta, þar sem aðeins eru konur að tala saman, gefi konum tækifæri til þess að tala umbúðarlaust í fyrsta skipti, án þess að þurfa að spá í hvað öðrum finnst. „Það eru alveg magnaðir tímar í gangi núna. Nú er ég að verða fimmtug, og ég er að upplifa í fyrsta skipti eins og við megum segja sögurnar og allt sem við höfum lent í, án þess að það sé sagt við okkur „Og hvað gerðir þú?“, „Í hverju varstu?“ „Bíddu hverjar voru aðstæðurnar?““Eitthvað náttúruafl í gangiHún segir að þó að margar sögur hafi verið birtar opinberlega eða fluttar í Borgarleikhúsinu í gær, þá séu líka margar sögur sem fari ekki lengra en lokaða Facebook hópa þar sem ísland sé lítið samfélag og oft sé erfitt að koma fram með svona sögur innan stétta. „Með því að sjá svona rosalegan fjölda af sögum þá myndast svo kröftug samstaða að þetta getur bara ekki haldið svona áfram og þessi menning sem er í gangi, þessu verður bara að linna. Ég held að það sé eitthvað náttúruafl í gangi þessa dagana, þessu verður breytt og við erum öll sammála um það.“Viðburðinn í Borgarleikhúsinu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:Halldóra segir að það sé ljóst af sögunum sem hafa komið upp á yfirborðið að strákum finnist þeir alltaf hafa leyfi til þess að leiðbeina stelpum. Þeir gefi athugasemdir um líkama kvenna, fataval og svo framvegis. „Það er ekki fyrr en maður sér svona margar sögur hlið við hlið sem maður áttar sig á því hvað munstrið er kröftugt.“Snjóskaflinn byrjaður að bráðna Halldóra sagði í samtali við Vísi þegar #MeToo umræðan fór af stað hér á landi að það mætti líkja þessu við snjóskafl sem þyrfti að bræða. „Þegar ég horfi til baka og bræði snjóinn þá sé ég hluti og hugsa ég guð minn góður hvað var nú þetta, eitthvað sem gerðist fyrir tuttugu árum. Það hefur verið farið yfir mörkin mín en ég sit uppi með þá tilfinningu að það hefur verið farið yfir mörkin mín. Þegar einhver gerir það þá ýti ég út úr plássinu þínu af því að ég kann það, mér finnst ég vera flink í því, kannski af því að ég þurfti að læra það snemma. Þetta er það sem ungu konurnar nenna ekki að þurfa að læra, það er ástæðulaust að þær þurfi að læra þetta til að lifa af. Við vitum betur núna.“ Halldóra lýsti þar nýrra atviki fyrir átta til tíu árum síðan þar sem farið var yfir hennar mörk á vinnustað. „Þá gat ég skilað öllu til baka og þá var ég orðin þroskaðri og ég átti rödd. Ég held að samfélagið sé allt orðið þroskaðra.“ Halldóra Geirharðsdóttir á sviðinu í Borgarleikhúsinu í gær.Vísir/Stöð 2Skömmin er ekki þínHalldóra segir að það sem konurnar lýsi í sögum sínum sé ekki í lagi og karlar þurfi að skoða á hvaða hátt þeir hafi tekið þátt. „Það sem kom okkur á óvart, með því að búa til þessa lokuðu Facebook-grúppu, þarna #MeToo, er hvað eru mörg alvarleg brot þarna inni. Af því að alvarlegustu brotin heyrir þú síðast. Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning. Þér finnst þú í rauninni hafa átt það skilið. Þess vegna þarf umræðuna í samfélaginu til þess að mennta börnin okkar, dætur og syni, í því að skömmin er ekki þín.“ Hún segir að til þess að þetta breytist þurfi allir að skoða hvernig þeir hafi viðhaldið ástandinu. „Ég upplifi þetta eins og við séum búin að opna sár, af því að við erum svo margar sem erum að segja sögurnar okkar, þá er ekki hægt að láta eins og ekkert sé. Við verðum bara að skoða „Ja hérna hér, okei nú er þetta ekki bara ein Telmusaga úr Hafnarfirðinum sem við öll engjumst með,““ segir Halldóra og bætir við að þetta sé almennt risastórt vandamál.Viðhaldið við Halldóru í Bítinu má heyra í heild sinni má hlusta á í spilaranum fyrir neðan: MeToo Tengdar fréttir #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 „Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. 10. desember 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Við breytum með því að búa til meðvitund og ferla og grípa hvert annað, að við vitum hvert við eigum að fara,“ sagði leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir leikkona í Bítinu í dag en hún var ein þeirra kvenna sem las upp #MeToo frásagnir íslenskra kvenna í Borgarleikhúsinu í gær. Halldóra segir að lokaðir #MeToo hópar starfsstétta, þar sem aðeins eru konur að tala saman, gefi konum tækifæri til þess að tala umbúðarlaust í fyrsta skipti, án þess að þurfa að spá í hvað öðrum finnst. „Það eru alveg magnaðir tímar í gangi núna. Nú er ég að verða fimmtug, og ég er að upplifa í fyrsta skipti eins og við megum segja sögurnar og allt sem við höfum lent í, án þess að það sé sagt við okkur „Og hvað gerðir þú?“, „Í hverju varstu?“ „Bíddu hverjar voru aðstæðurnar?““Eitthvað náttúruafl í gangiHún segir að þó að margar sögur hafi verið birtar opinberlega eða fluttar í Borgarleikhúsinu í gær, þá séu líka margar sögur sem fari ekki lengra en lokaða Facebook hópa þar sem ísland sé lítið samfélag og oft sé erfitt að koma fram með svona sögur innan stétta. „Með því að sjá svona rosalegan fjölda af sögum þá myndast svo kröftug samstaða að þetta getur bara ekki haldið svona áfram og þessi menning sem er í gangi, þessu verður bara að linna. Ég held að það sé eitthvað náttúruafl í gangi þessa dagana, þessu verður breytt og við erum öll sammála um það.“Viðburðinn í Borgarleikhúsinu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:Halldóra segir að það sé ljóst af sögunum sem hafa komið upp á yfirborðið að strákum finnist þeir alltaf hafa leyfi til þess að leiðbeina stelpum. Þeir gefi athugasemdir um líkama kvenna, fataval og svo framvegis. „Það er ekki fyrr en maður sér svona margar sögur hlið við hlið sem maður áttar sig á því hvað munstrið er kröftugt.“Snjóskaflinn byrjaður að bráðna Halldóra sagði í samtali við Vísi þegar #MeToo umræðan fór af stað hér á landi að það mætti líkja þessu við snjóskafl sem þyrfti að bræða. „Þegar ég horfi til baka og bræði snjóinn þá sé ég hluti og hugsa ég guð minn góður hvað var nú þetta, eitthvað sem gerðist fyrir tuttugu árum. Það hefur verið farið yfir mörkin mín en ég sit uppi með þá tilfinningu að það hefur verið farið yfir mörkin mín. Þegar einhver gerir það þá ýti ég út úr plássinu þínu af því að ég kann það, mér finnst ég vera flink í því, kannski af því að ég þurfti að læra það snemma. Þetta er það sem ungu konurnar nenna ekki að þurfa að læra, það er ástæðulaust að þær þurfi að læra þetta til að lifa af. Við vitum betur núna.“ Halldóra lýsti þar nýrra atviki fyrir átta til tíu árum síðan þar sem farið var yfir hennar mörk á vinnustað. „Þá gat ég skilað öllu til baka og þá var ég orðin þroskaðri og ég átti rödd. Ég held að samfélagið sé allt orðið þroskaðra.“ Halldóra Geirharðsdóttir á sviðinu í Borgarleikhúsinu í gær.Vísir/Stöð 2Skömmin er ekki þínHalldóra segir að það sem konurnar lýsi í sögum sínum sé ekki í lagi og karlar þurfi að skoða á hvaða hátt þeir hafi tekið þátt. „Það sem kom okkur á óvart, með því að búa til þessa lokuðu Facebook-grúppu, þarna #MeToo, er hvað eru mörg alvarleg brot þarna inni. Af því að alvarlegustu brotin heyrir þú síðast. Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning. Þér finnst þú í rauninni hafa átt það skilið. Þess vegna þarf umræðuna í samfélaginu til þess að mennta börnin okkar, dætur og syni, í því að skömmin er ekki þín.“ Hún segir að til þess að þetta breytist þurfi allir að skoða hvernig þeir hafi viðhaldið ástandinu. „Ég upplifi þetta eins og við séum búin að opna sár, af því að við erum svo margar sem erum að segja sögurnar okkar, þá er ekki hægt að láta eins og ekkert sé. Við verðum bara að skoða „Ja hérna hér, okei nú er þetta ekki bara ein Telmusaga úr Hafnarfirðinum sem við öll engjumst með,““ segir Halldóra og bætir við að þetta sé almennt risastórt vandamál.Viðhaldið við Halldóru í Bítinu má heyra í heild sinni má hlusta á í spilaranum fyrir neðan:
MeToo Tengdar fréttir #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 „Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. 10. desember 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30
„Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. 10. desember 2017 19:30