Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson voru útnefnd handknattleiksfólk ársins af Handknattleikssambandi Íslands.
Guðjón Val þarf vart að kynna, en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðustu misseri og á samtals 340 A-landsleiki að baki þar sem hann hefur skorað 1783 mörk.
Á árinu varð Guðjón Valur Þýskalandsmeistari með liði sínu Rhein-Neckar Löwen og var fjórði markahæsti leikmaður þýsku Bundesligunnar.
Þórey Rósa kom í sumar heim úr atvinnumennsku eftir að afa spilað með Vipers Kristiansand í Noregi og gekk til liðs við Íslandsmeistara Fram. Hún hefur spilað vel með Framkonum í vetur, er með 58 mörk í 11 leikjum í Olís deildinni.
Þórey á að baki 83 A-landsleiki fyrir Ísland.
Guðjón Valur og Þórey Rósa handboltafólk ársins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn


